Snerpa og Síminn gera með sér samstarfssamning
Tölvu- og netfyrirtækið Snerpa á Ísafirði verður umboðssöluaðili þjónustu frá Landssímanum samkvæmt samningum sem undirritaðir voru milli fyrirtækjanna í dag. Um er að ræða þrjá aðskilda samninga, sem fela m.a. í sér að Snerpa selur símaáskriftir sem og ISDN grunn- og stofntengingar ásamt ADSL-tengingum frá Símanum. Síminn hefur undanfarið gengið til samninga við fyrirtæki sem selja tæknibúnað í því augnamiði að fjölga möguleikum viðskiptavina sinna og hefur Snerpa nú bæst í hópinn.