Sjónvarpsútsending
Í dag var í fyrsta skipti send út frá Snerpu beint lýsing á körfuboltaleik KFÍ og Hamars. Sendingin fór fram á Skjávarpsrásinni eins og leikurinn gegn Keflavík um daginn. Nú var hinsvegar komið upp myndveri og þeir Hrafn og Gaui hjá KFÍ sáu um að lýsa leiknum jafnóðum og hann var sýndur af bandi. Jafnframt komu þeir félagar í mynd inn á milli í leikhléum og ræddu gang leiksins.