Fréttir

13. janúar 2001

ISDN-bilun .. aftur

Enn og aftur kemur upp bilun hjá Landssímanum sem lýsir sér þannig að ef notendur reyna að tengjast á 2X ISDN sambandi, þá gengur sambandið ekki upp. Þ.e. notendur eru auðkenndir og sambandið virðist koma eðlilega upp en síðan gerist ekki neitt.


6. janúar 2001

Sjónvarpsútsending

Í dag var í fyrsta skipti send út frá Snerpu beint lýsing á körfuboltaleik KFÍ og Hamars. Sendingin fór fram á Skjávarpsrásinni eins og leikurinn gegn Keflavík um daginn. Nú var hinsvegar komið upp myndveri og þeir Hrafn og Gaui hjá KFÍ sáu um að lýsa leiknum jafnóðum og hann var sýndur af bandi. Jafnframt komu þeir félagar í mynd inn á milli í leikhléum og ræddu gang leiksins.


4. janúar 2001

Ekki lokað á Vestmark

Notendur hjá Snerpu hafa undanfarið ekki getað skoðað vefi sem hýstir eru hjá Vestmarki. Þar sem misvísandi sögur hafa komist á kreik um að notendur Snerpu séu vísvitandi hindraðir í að skoða þessa vefi vill Snerpa taka fram að um engar slíkar hindranir er að ræða af hálfu Snerpu.


24. desember 2000

Lokað 27. desember

Snerpa hefur ákveðið að gefa starfsfólki sínu aukafrídag á milli jóla og nýárs og verður því fyrirtækið lokað þann 27. desember. Þeim sem þurfa nauðsynlega á þjónustu að halda er bent á að neyðarvakt er í síma 896-2862 - Athugið að gjaldfært verður útkall vegna viðkomandi. Lágmarksgjald er kr. 3.900,-



Upp