Fréttir

15. nóvember 2001

Nýtt símanúmer Snerpu: 520-4000

Eins og notendur hafa kannski tekið eftir þá er Snerpa komin með nýtt símanúmer. Nýja símanúmerið er 520-4000 og fax númerið er 520-4009.


15. nóvember 2001

Rafmagnstruflanir

Síðastliðinn sólarhring hafa verið miklar rafmagnstruflanir á Vestfjörðum. Snerpa hefur ekki farið varhluta af því og hefur rafmagn verið að koma og fara undanfarinn sólarhring.


25. september 2001

Grunnskóli Súðavíkur fær fasta tengingu

Í gær var gengið frá fastlínusambandi fyrir Grunnskóla Súðavíkur. Grunnskólinn í Súðavík er annar grunnskólinn á Vestfjörðum sem fær sítengingu utan Ísafjarðar en sl. vetur var grunnskólinn í Bolungarvík tengdur með sítengingu. Jafnframt er komið í pöntun fastlínusamband á Hólmavík en grunnskólinn þar verður væntanlega næstur í samband.


7. september 2001

Stöðvum keðjubréf!

Nú er á ferð um landið keðjubréf sem skorar á fólk að senda ungum dreng, Steve Detry, í Belgíu nafnspjald svo hann komist í heimsmetabókina. En hver er sannleikurinn um keðjubréfin og afhverju vill Steve Detry að keðjubréfið verði stöðvað? Lesið allt um það hér.


28. ágúst 2001

Stækkun á sambandi til Bolungarvíkur

Víðnetssamband Snerpu til Bolungarvíkur var í morgun stækkað í 512 kbps. Með þessu stækkar flutningsgeta Snerpu til Bolungarvíkur fjórfalt en sambandið var áður 128 kbps.



Upp