Fréttir

27. júní 2001

Sítengt Internet á Vestfjörðum.

Snerpa ehf á Ísafirði hefur nú tekið í notkun loftnetsbúnað í Bolungarvík og á Suðureyri. Eru þá bæirnir á Vestfjörðum orðnir 3 sem eru sítengdir við Internetið með Loftneti Snerpu en á Ísafirði var Loftnetið tekið í notkun um síðustu áramót.


14. maí 2001

Nýjar þjónustur kynntar - Loftnet og ADSL

Eftir sameiningu Snerpu og Vestmarks undir nafni Snerpu hefur verið unnið að því að samræma tæknilegar lausnir á starfsemi fyrirtækjanna. Eitt af þeim verkefnum sem í gangi eru, er uppsetning örbylgjusenda fyrir gagnaflutninga. Það verkefni er vel á veg komið og eru nú þegar komnir inn nokkrir notendur í það kerfi. Þá er einnig unnið að uppsetningu á ADSL-þjónustu fyrir viðskiptavini Snerpu.


5. maí 2001

Snerpa í háloftunum

Undanfarin þrjú ár hefur Snerpa verið að byggja upp eigið fjarskiptanet á Vestfjörðum. Tilgangurinn með því er að bjóða öllum fyrirtækjum og einstaklingum á svæðinu upp á sama möguleika til fasttengingar við Internet og bjóðast á stærri stöðum á landinu.


15. mars 2001

INform - íslensk hugbúnaðarlausn

Tölvufyrirtækið Snerpa ehf, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Iðntæknistofnun kynna fjölmiðlum og fyrirtækjum samstarfsverkefni í vöruþróun sem ber heitið INform upplýsingakerfið. Kynningin fer fram miðvikudaginn 14.mars kl. 16:00 - 17:30 á efstu hæð í Húsi Verslunarinnar í Reykjavík.



Upp