Fréttir

15. mars 2001

INform - íslensk hugbúnaðarlausn

Tölvufyrirtækið Snerpa ehf, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Iðntæknistofnun kynna fjölmiðlum og fyrirtækjum samstarfsverkefni í vöruþróun sem ber heitið INform upplýsingakerfið. Kynningin fer fram miðvikudaginn 14.mars kl. 16:00 - 17:30 á efstu hæð í Húsi Verslunarinnar í Reykjavík.


9. mars 2001

Nýr vefur opnaður

Í dag opnaði Snerpa nýjan vef sem er sérstaklega ætlaður til að kynna framleiðsluvörur Snerpu. Undanfarið hefur aukist mikið að fyrirtæki óska eftir stöðluðum lausnum til að tengja við vefi sína, má þar nefna fréttakerfi, spjallþræði, verkbókhald o.fl. með þessum vef vill Snerpa kynna nánar þær lausnir sem í boði er.


22. janúar 2001

Prentþjónusta á vefnum.

Í sl. viku undirrituðu Samskipti í Reykjavík og Snerpa á Ísafirði samning um afnot Samskipta á INform upplýsingakerfi Snerpu ásamt forritun á sérlausnum fyrir Samskipti. Snerpa hannar og skrifar þessar sérlausnir í samráði við Samskipti. Hugbúnaðurinn verður notaður af viðskiptavinum Samskipta á tvennan hátt, annarsvegar til þess að senda stafræn skjöl í prentun og hinsvegar til að panta prentun gagna sem varðveitt eru í gagnabanka Samskipta.



Upp