Radíómiðun velur AVP
Radíómiðun hf í Reykjavík hefur valið AVP sem veiruvörn fyrir sig. ,,Undanfarið hefur mikið borið á nýjum veirum og var kominn tími til þess að fá veiruvarnir sem uppfæra sig sjálfar og eru með nýjar uppfærslu á hverjum degi, undanfarna daga þegar nýjar veirur hafa verið að skjóta upp kollinum þá erum við öruggari" sagði Helgi Reynisson umsjónarmaður tölvumála hjá Radíómiðun hf.