Fréttir

7. janúar 2002

„Siðgæðisvörður“ ráðinn

Snerpa hefur nú ráðið tímabundið starfsmann sérstaklega til þess að sjá um vinnu við uppfærslur og viðhald á INfilter vefgæsluhugbúnaðinum. INfilter vefgæslan er hönnuð og skrifuð hjá Snerpu og er Snerpa fyrsta netþjónustan á landinu sem býður notendum sínum aðgang að vefgæslu. 


1. janúar 2002

Árið 2001 gert upp

Það er venja að litið sé til baka um farinn veg um áramót og er þessu fréttakorni ætlað að gera grein fyrir helstu viðburðum ársins í rekstrinum.


11. desember 2001

Breyttur opnunartími.

Jæja þá er komið að því, Snerpa hefur bæst í þann hóp fyrirtækja sem hefur opið í hádeginu. Frá og með 1. desember síðastliðnum þá fór Snerpa að hafa opið í hádeginu alla virka daga.


6. desember 2001

Steypuvinna!

Í dag er verið að steypa í Snerpu. Undanfarið hefur verið í smíðum sérstakur eldtraustur vélasalur undir tölvubúnaðinn sem notaður er til að veita Internetþjónustu.


4. desember 2001

Ný verslun www.tonaflod.is

Nýverið lauk forritunardeild Snerpu við að setja upp nýja vefverslun. Þessi verslun er á slóðinni www.tonaflod.is og er hún byggð á INshop vefverslunarkerfi Snerpu.



Upp