„Siðgæðisvörður“ ráðinn
Snerpa hefur nú ráðið tímabundið starfsmann sérstaklega til þess að sjá um vinnu við uppfærslur og viðhald á INfilter vefgæsluhugbúnaðinum. INfilter vefgæslan er hönnuð og skrifuð hjá Snerpu og er Snerpa fyrsta netþjónustan á landinu sem býður notendum sínum aðgang að vefgæslu.