Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Segðu ekki nei

Út við gluggann stendur stúlkan og hún starir veginn á
og hún bíður og hún vonar að hún vininn fái að sjá.
En um síðir hringir síminn og hún svarar í hann fljótt:
,,Halló, halló" segir herrann, ,,viltu koma að dansa í nótt?"

    Viðlag
,,Segðu ekki nei, segðu kannski, kannski, kannski,
    segðu að þú elskir engan nema mig.
    Segðu ekki nei, segðu kannski, kannski, kannski,
    þá aldrei, aldrei ég skilja mun við þig."

Unga stúlkan, hún er stórhrifin og strax hún segir já.
Arm í arm þau leiðast, ungu hjúin ætla ballið á.
Og er hljóma ljúfu lögin, blítt hann hvíslar: ,,Heyrðu mig,
viltu dansa þennan dans, ég gjarnan dansa vil við þig."

    ,,Segðu ekki nei..."

Og í ljúfum draumi líður kvöldið, loks er komin nótt.
Og við trúum stundum tæplega hve tíminn líður fljótt.
Og er vangi strýkur vanga blítt af vörum hvíslað er:
,,Elsku litla sæta ljúfan, má ég labba heim með þér?"

    ,,Segðu ekki nei..."


Sænskt lag.