Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Við fjallavötnin

Við fjallavötnin fagurblá
er friður, tign og ró;
í flötinn mæna fjöllin há
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim
með ljúfum söngvaklið,
og lindir ótal ljóða glatt
í ljósrar nætur frið.

Hulda