Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Stebbi

Er Stebbi litli fæddist, var hann fagur á að sjá.
Það fundu allir þá,
Hvað fyrir honum lá.
Og þegar þessi litli kútur kalsaði og hló,
Þá kallaði hún mamma: Stefán, ó!

Hvað getur hann Stebbi gert að því, þó hann sé sætur
Og geri allar stelpur vitlausar í sér?
Hvað varðar hann um það, hvort heimasætan grætur
Og horfir rauðum augum á ´ann hvar sem hann fer?

Hvað getur hann Stebbi gert að því, þó hann sé sætur
Og geti stundum verið til í hopp og hí?
Og þó að kvenfólkið það gefi honum gætur,
Hvað getur hann Stebbi, aumingja Stebbi gert að því?

R.Benatzky / Bjarni Guðmundsson