Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Um Snerpu

Snerpa ehf. er einkahlutafélag á Ísafirði, en stofnendur þess eru Björn Davíðsson og Jón Arnar Gestsson. Félagið var stofnað 25. nóvember 1994. Þann 1. ágúst 1996 keypti Snerpa verslunina Hljómborg og flutti megnið af starfsemi sinni í aðstöðu Hljómborgar að Hrannargötu 2, en verkstæði Snerpu var þó áfram að Sindragötu 3. Árið 1998 keypti Snerpa nýuppgert tveggja hæða hús að Mánagötu 6, seldi eign sína við Sindragötu og flutti síðan alla starfsemina að Mánagötu. Árið 2018 keypti Snerpa verslunarhúsnæðið að Mjallargötu 1 og flutti þar inn í byrjun mars 2019.

Nafn fyrirtækisins er fengið frá Gagnabankanum Snerpu BBS, sem er forveri Internetþjónustunnar. Gagnabankinn Snerpa BBS var rekinn frá 1. mars 1992 til 15. júlí 1995, þegar Internetþjónusta Snerpu var opnuð. 

Snerpa ehf. rekur alhliða tölvu- og netþjónustu auk ljósleiðarakerfis á Vestfjörðum. Stór þáttur í starfsemi félagsins er rekstur á alhliða Internetþjónustu og nær þjónustusvæði Snerpu yfir allt landið og í mörgum tilfellum víðar. Snerpa hefur yfir að ráða einu af stærri víðnetskerfum landsins og rekur m.a. hnútpunkta í öllum þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum. Snerpa hefur jafnframt mjög öflugar tengingar við Internetið um útlandagáttir Símans, Nova og skiptistöð fyrir innanlandsumferð í Tæknigarði í Reykjavík (RIX). 

Hlutafé er 5.300.000 að nafnverði. Hluthafar eru 14. Hluthafar sem eiga meira en 10% eru: Björn Davíðsson 37,15%, Hvetjandi hf. 25,06% og Örn Ingólfsson 16%.

Snerpa er stofnaðili að Háskólasetri Vestfjarða. Snerpa er staðsett að Mjallargötu 1 á Ísafirði. 

Snerpa ehf.
Kennitala: 430197 2319
Mjallargata 1
400 Ísafjörður

Internet úthlutanir:

RIPE: IP-net: 193.109.16.0/20
RIPE: AS-númer: 24743
IANA: ITAD-númer: 337 og 1391