Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Viltu dansa

Vertu ekki smeyk,
ég býð þér upp í sjeik.
Hvernig geturðu neitað mér
er í dansinn ég býð þér.

Hvernig geturðu setið kyr?
Hvernig geturðu setið kyr?

Úti’ á gólfi’ er allt liðið,
allir dansa nema við.
Komdu líka með í sjeik,
komdu’ og vertu ekki smeyk.

Hvernig geturðu setið kyr?
Hvernig geturðu setið kyr?

Allir dansa’ og djamma dátt,
dansa sjeik af öllum mátt.
Komdu líka stúlkan mín,
þú þarft ekki’ að skammast þín

Hvernig geturðu setið kyr?
Hvernig geturðu setið kyr?


Magnús Eiríksson