Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Sjómannavísa

Vindur í laufi og vor upp’ í sveit,
vesælir mávar í æti að leit.
Verbúðin tómlega vingast við mig
en vina ég elska aðeins þig.

Eitt er að lifa og annað að þrá.
Ætíð í draumunum þig mun ég sjá
á plani sitjandi prúða á svip
er ég príla um borð í mitt skip.

Sjóveikur æli í ólgandi haf,
aumingja dallurinn ætlar í kaf.
Ýsur og þorskar einblína á mig
en vina ég elska aðeins þig.

La, la, la, la...

Ég er á sjónum en þú suður í vík,
sérðu ekki að örlögin æ eru slík;
ég verð að fara og koma á ný
og get ekki gert neitt í því.

Nú æpir kallinn að kaffið sé kalt,
andskotans kokkurinn eitraði allt.
Andartak eftir hann æpir á mig
en vina ég elska aðeins þig

Upplýsingar um höfund vantar.