Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Óðurinn um árans kjóann hann Jóhann

Ég eignaðist fádæma úrillan mann
og ætti því sjálfsagt að skilja við hann.
En ég elsk'ann Jóhann, árans kjóann,
jafnvel þó hann sé eins og hann er.

Hann heldur að guð hafi af gæsku við mig
mér gefið það hlutverk að að stjana við sig.
En ég elsk'..

Og ég þarf að kveikja hans kvöldpípu í,
því kannske hann gæti sig ofreynt á því.
En ég elsk'..

Og kjöt vill hann ólmur fá á sinn disk
en ef hann fær kjöt, já þá heimtar hann fisk.
En ég elsk'..

Ég giftist um sumar í sólgulum kjól.
Hann seldi þann kjól fyrir viskí og rjól.
En ég elsk'..

Hann tjáði mér ást sína af eldmóði fyrst,
en eilífð er síðan hann hefur mig kysst.
En ég elsk'..

Hann sefur með æðarsæng ofan á sér,
en einlægt hann rænir samt teppinu af mér.
En ég elsk'..

Írskt Þjóðlag / Jónas Árnason