Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Nú er hlátur nývakinn

Nú er hlátur nývakinn,
nú er grátur tregur,
nú er ég kátur nafni minn,
nú er ég mátulegur.

Mitt er nefið nauðaljótt,
nærri engu lagi.
Drottinn lát ei fæðast fljótt
fleiri af þessu tagi.

Nóttin hefur níðst á mér,
nú eru augun þrútin.
Snemma því á fætur fer
og flýti mér í kútinn.

Við það verða augun hörð,
við það batnar manni strax.
Það er betra en bænagjörð,
brennivín að morgni dags.

"Man ég okkar faðmlög flest,
Fari þau og veri,
því nú er eins og hestur hest
hitti á grárri meri".

Mér í allar áttir sný,
alveg að springa bara;
ég er svona að athuga
í hvaða átt er best að fara.

Sest ég nú hjá Sunnlending,
sem er kominn "á´ða",
og horfi yfir Húnaþing
-helvíti er að sjá´ða.

Jón Ásgeirsson o.fl.