Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Ja, þessi Emil

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu,
söguna um strákinn sem stundum illa lét,
honum líkt var barn ei neitt í bláum Smálandsdölum,
bærinn var í Hlynskógarsókn og Kattholt hét.
Já, upp á líku ekki þar
neinn annar strákur fann,
því engum líkur Emil var,
og Emil það hét hann.

Hlustið, góðu vinir, nú skal sögu um það segja
sem hann Emil gerði einn fagran dag í maí,
uppí Kattholts flaggstöng hann hífði systursína
svo hún gæti dinglað í vorsins milda blæ.
Já, þvílíkt ógnar uppistand,
þó Ídu væri dátt,
þar sveif hún yfir sjó og land
og svona líka hátt.

Nú skal ykkur segja hvernig okkar væni vinur
var til læknis fluttur, já það var afleitt mál,
vegna þess að eyrun voru allt of stór á honum
er hann setti höfuðið niðrí súpuskál.
Ef súpuskál finnst aðeins ein
er alltaf von á því
að boðið sé að börn ei nein
þar búa megi í.

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja um það sögu
sem hann Emil gerði við kirsuberin fín,
já, hann skrapp á fyllerí og fyllti líka grísinn
og fullir voru báðir tveir alveg eins og svín.
Já, óþekkt hans var ógnarstór,
en eftir daginn þann
sem betur fer hann batna fór
og bindindisheit vann.

Einnig, góðu vinir, skal ég segja ykkur sögu,
sorglega að vísu, um uppákomu þá
þegar Emil rottu í gildru vildi ginna
en ginnti í staðinn pabba síns vinstri stórutá.
Og bætti heldur betur um
svo blóðið flaut um kinn,
þann dag úr sláturdallinum
hann demdi á pabba sinn.

Astrid Lindgren