Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Hin gömlu kynni

Hin gömlu kynni gleymast ei,
enn glóir vín á skál.
Hin gömlu kynni gleymast ei
né gömul tryggðamál.

Ó, góða, góða, gamla tíð
með gull í mund.
Nú fyllum báðir bikarinn
og blessum liðna stund.

Við leiddumst fyrr um laut og hól,
er lóan söng í mó.
En draumar svifu, söngur hvarf
úr Silfrastaðaskóg

-------------

Hin gömlu kynni gleymast ei
enn glóir vín á skál.
Hin gömlu kynni gleymast ei
né gömul tryggðarmál.

Við leiddumst fyrr um laut og hól,
er lóan söng í mó.
En draumar svifu, söngur hvarf
úr Silfrastaðar skóg.

Við óðum saman straum og streng
og stóðumst bylgjufall.
En seinna hafrót mæðu og meins
á millum okkar svall.

Þótt sortnað hafi sól og lund,
ég syng und laufgum hlyn
og rétti mund um hafið hálft
og heilsa gömlum vin.

Skoskt þjóðlag / Texti eftir Burns / Árni Pálsson stældi