Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Gvendur á eyrinni

Hann Gvendur á eyrinni var gamall skútukarl,
sem gulan þorskinn dró,
Hann kaus heldur svitabað en kvennafar og svall,
í koti einn hann bjó.

Og aldrei sást Gvendur gamli eyða nokkru fé,
og aldrei fékk hann frí.
Var daufur að skemmta sér og dansspor aldrei sté,
en dvaldi koti sínu í.

Hann var á eyrinni vikuna alla,
og fór í aðgerð ef að vel gaf.
Og vel hann dugði til að afferma dalla,
þá dag og nótt hann varla svaf.

Hann hafði í kindakofa átján gamlar ær,
og af þeim gleði hlaut.
Af alúð og natni oft hann annaðist um þær,
já, eins og brothætt skraut.

Hann vann á eyrinni …

Hann Gvendur á eyrinni var gæðasál og hrein,
sem göfgi hafði sýnt.
Hann liggur nú örþreyttur og lúin hvílir bein,
og leiði hans er týnt.

Hann vann á eyrinni …


Upplýsingar um höfund vantar.