Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Gunna var í sinni sveit

Gunna var í sinni sveit
saklaus prúð og undirleit,
hláturmild, en helst til feit,
en hvað er að fást um það.

Svo eitt haust kom mærin með
mjólkurbíl um leið og féð,
henni var það hálft um geð,
en hvað er að fást um það.

Svo leigði hún sér kvistherbergi
upp við Óðinstorg
og úti fyrir blasti við
hin syndumspillta borg.

Engum bauð hún upp til sín
og aldrei hafði hún bragðað vín,
horfði bara á heimsins grín,
en hvað er að fást um það.

Bjarni Guðmundsson / Haraldur Á Sigurðsson