Hafðu samband: 520 4000 [email protected]

Ástarbál

Ég hef barist móti vindi,
þannig lífið er,
en nú er ég staddur hér, já
og það leikur allt í lyndi
þakka fyrir það,
ég er góðum stað á,

Því að ég er sáttur að hafa náð
hingað, leiðin þyrnum var stráð, oftast nær
tókst mér samt að sigra, ég hafði ráð
hjá mér, hjá mér, hjá mér

Þú átt að elska þig eins og þú ert
og rækta þína sál og þitt hjartans mál
gera það sem þú getur gert
vertu stál í stál, kveiktu ástarbál

eh eh eh ooh …

Nú er tími að líta til baka
lært af öllu hef
þér ég reynslu mína gef, já,
því af nógu er að taka,
tilgang hefur allt,
og það bjargast alltaf

Því að ég er sáttur að hafa náð
hingað, leiðin þyrnum var stráð, oftast nær
tókst mér samt að sigra, ég hafði ráð
hjá mér, hjá mér, hjá mér

Þú átt að elska þig eins og þú ert
og rækta þína sál og þitt hjartans mál
gera það sem þú getur gert
já vertu stál í stál, kveiktu ástarbál

Lag og texti: Herbert Guðmundsson