Fréttir

11. júní 2002

Truflun í vefþjóni Snerpu

Truflun varð í vefþjóni Snerpu í morgun. Eftir nokkra leit fannst villa í vefforriti á vef bb.is. Villan hefur verið lagfærð til bráðabirgða. Haft var samband við vefforritara bb.is og hann látinn vita.


4. júní 2002

Stóraukið magn af ruslpósti

Snerpa hefur í gegn um tíðina lagt sérstaka áherslu á að vernda notendur gegn tölvuruslpósti. Tölvuruslpóstur er vaxandi vandamál á Netinu og er nú svo komið að meira en fimmtungur alls tölvupósts sem sendur er á Netinu er óumbeðinn fjöldapóstur frá fólki sem vill auglýsa ,,ókeypis". 



Upp