Fréttir

16. september 2002

Frítt innanlands í ADSL

ADSL-áskrift með 1 GB erlent niðurhal og fastri IP-tölu kostar kr. 3.100,- á mánuði og þurfa þeir áskrifendur sem vilja breyta áskrift sinni að óska sérstaklega eftir því, en þeir sem kjósa að halda áfram í núverandi fyrirkomulagi þar sem áskriftargjaldið er kr. 2.900,- geta haldið áfram með fyrri kjör. Framvegis verður einungis í boði nýi áskriftarflokkurinn en sá eldri gildir fyrir áskrifendur sem vilja halda þeirri áskrift.


21. ágúst 2002

Skólatilboð á tölvum

Nú fara skólar að hefjast og eru nemendur í síauknum mæli að fá sér ferðatölvur til þess að nota í skóla eða tölvu til að vinna við heima, þar sem að segja má að tölvan sé orðin "staðalbúnaður" í námi. 


9. ágúst 2002

Snerpa ehf. kynnir: it.is

Snerpa ehf. hefur hafið sölu á heimasíðuplássi undir léninu it.is. Þetta er einstaklega góður, einfaldur og ódýr kostur fyrir þá sem vilja halda úti heimasíðu. 


2. ágúst 2002

Þráðlaus Internetsítenging á Flateyri

Í gær, 1. ágúst var gengið frá uppsetningu á fastlínusambandi Snerpu til Flateyrar. Flateyri er fimmti staðurinn utan Ísafjarðar þar sem Snerpa setur upp hnútpunkt en fyrir eru tengingar í Bolungarvík, Suðureyri, Súðavík og á Hólmavík.


24. júlí 2002

Snerpa kynnir nýja gjaldskrá fyrir ADSL

Snerpa hefur nú gert breytingar á gjaldskrá sinni fyrir ADSL-sambönd. Gjaldskráin gildir einnig fyrir ISDNplús og Internet um breiðband. ISDNplús er fáanlegt um allt land en IuB er eingöngu fáanlegt á afmörkuðum svæðum í Reykjavík.


10. júlí 2002

Nýtt kerfi fyrir magnmælingar sítenginga

Snerpa er nú að taka í notkun nýtt hugbúnaðarkerfi fyrir mælingu á sítengisamböndum. Hingað til hafa ADSL-notendur ekki haft aðgang að mælingum á daglegri notkun sinni þar sem eldra kerfið sem við notuðum var mjög óhandhægt og þurfti jafnan að yfirfara mælingar úr því fyrir hver mánaðamót.



Upp