HP í tveim efstu sætunum í vali á bleksprautuprenturum
Tímaritið PC World valdi HP DeskJet 5550 sem besta kostinn af bleksprautuprenturum fyrir heimilismarkað og HP DeskJet 3820 sem annað besta val.
Tímaritið PC World valdi HP DeskJet 5550 sem besta kostinn af bleksprautuprenturum fyrir heimilismarkað og HP DeskJet 3820 sem annað besta val.
Netruslpóstur, oft nefndur spam, hefur færst mikið í aukana undanfarið ár en þó aldrei meira en sl. tvo mánuði og er nú meira en helmingur af öllum sendum pósti á Netinu eða rúmlega 62%.
ADSL-áskrift með 1 GB erlent niðurhal og fastri IP-tölu kostar kr. 3.100,- á mánuði og þurfa þeir áskrifendur sem vilja breyta áskrift sinni að óska sérstaklega eftir því, en þeir sem kjósa að halda áfram í núverandi fyrirkomulagi þar sem áskriftargjaldið er kr. 2.900,- geta haldið áfram með fyrri kjör. Framvegis verður einungis í boði nýi áskriftarflokkurinn en sá eldri gildir fyrir áskrifendur sem vilja halda þeirri áskrift.
Nú fara skólar að hefjast og eru nemendur í síauknum mæli að fá sér ferðatölvur til þess að nota í skóla eða tölvu til að vinna við heima, þar sem að segja má að tölvan sé orðin "staðalbúnaður" í námi.
Snerpa ehf. hefur hafið sölu á heimasíðuplássi undir léninu it.is. Þetta er einstaklega góður, einfaldur og ódýr kostur fyrir þá sem vilja halda úti heimasíðu.