Sjálfvirkar staðsetningarupplýsingar sendar til Vaktstöðvar siglinga
Snerpa og Radiomiðun hafa nú hafið rekstur á þjónustunni Flotavakt, sem er sjálfvirk sending á staðarákvörðunum skipa til Vaktstöðvar siglinga. Þessi þjónusta er í boði fyrir þau skip sem nota INmobil samskiptabúnaðinn.