Nýir viðskiptavinir boðnir velkomnir
Í dag og síðustu daga hafa færst yfir 30 viðskiptavinir í lénhýsingu hjá Snerpu. Þeir voru áður tengdir hjá Tvíund ehf. og eru hér með boðnir velkomnir. Forráðamenn Tvíundar ákváðu í haust að hætta rekstri, og var samið við Snerpu um að taka við honum.