Fréttir

25. nóvember 2003

Við eigum afmæli!

Fyrir réttum níu árum, þegar Pentium 75 Mhz tölvur og 28.800 bita mótöld voru nýjasta græjan á markaðnum kostaði innhringitenging um mótald yfir tvö þúsund krónur á mánuði.


12. nóvember 2003

Lína.Net og Snerpa tengjast beint

Snerpa hefur nú gengið frá beintengingu við Línu.net um RIX netskiptistöðina. Þar með er Snerpa komin með beintengingu við allar sjálfstæðar Internetveitur (e. autonomous systems) á Íslandi.


22. september 2003

Tilboð til septemberloka

Þú getur nú fengið þér háhraða ADSL tengingu án þess að borga stofngjald og skrifirðu undir 12 mánaða samning í ADSL 500MB færðu endabúnað með uppsetningu án endurgjalds. Uppsetning fer fram á verkstæði Snerpu.


11. september 2003

Nýr galli í Windows stýrikerfum

Uppgötvast hafa þrír stórir öryggisgallar í Windows. Allar útgáfur nema Millenium (Me) þarf að uppfæra sem fyrst með öryggisuppfærslu, þar sem gallinn er mjög alvarlegur og gerir m.a. óviðkomandi mögulegt að taka yfir stjórn á Windows vélum sem eru tengdar Netinu ef öryggisuppfærslan hefur ekki verið gerð.



Upp