Hafðu samband: 520 4000 [email protected]
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 23. febrúar 2017

Snerpa skilar umsögn um myndmiðla til PFS

Póst- og fjarskiptastofnun framkvæmir reglulega úttektir meðal fjarskiptafyrirtækja og einn af þeim þáttum sem eru til athugunar núna er markaðsstaða myndmiðlunar (ýmist kallað IPTV eða OTT-þjónusta) á fjarskiptanetum. Nokkur fjarskiptanet eru í boði og í eigu mismunandi aðila. Þeirra stærst eru fjarskiptanet Mílu og Gagnaveitu Reykjavíkur. Snerpa veitir sína þjónustu um fjarskiptanet Mílu og sitt eigið net sem gengur undir nafninu Smartnet

Á fjarskiptaneti Mílu er hægt að nota myndlykla frá Símanum (og Vodafone víðast hvar) en á Smartnetinu er einungis hægt að nota myndlykla frá Vodafone. Ástæðan fyrir því að myndlyklar Símans virka ekki á Smartnetinu er sú að Síminn hefur hingað til ekki viljað bjóða aðgang að myndlyklum sínum á öðum netum en fjarskiptaneti Mílu. Ástæðan er ekki tæknilegs eðlis, heldur viðskiptalegs að því er virðist. Póst- og fjarskiptastofnun er nú að kanna þetta umhverfi og mun væntanlega athuga hvort ástæða sé til að bregðast við í stöðunni.

Umsögn Snerpu um málið til PFS má lesa hér.


Til baka