Hafðu samband: 520 4000 [email protected]
Sturla Stígsson Sturla Stígsson | 13. maí 2024

Gígabit í Bolungarvík

Gígabit í Víkina - og frítt inntaksgjald í maí og júní.

Nýlega tilkynnti Snerpa um aukinn gagnahraða á þjónustusvæði sínu og býðst nú öllum sem tengdir eru um ljósleiðara Snerpu 500 Mbps gagnahraði. Nú ætlum við að bæta um betur eins og boðað var og aukum gagnahraða upp í allt að 1000 Mbps (1 Gígabit). Þetta mun gerast í áföngum þar sem þarf að uppfæra búnað bæði hjá Snerpu og einnig hjá hluta notenda.

Föstudaginn 10. maí virkjaði Snerpa gígabit hjá þeim notendum í Bolungarvík sem nú þegar eru komnir með 500 Mbps eða eru með endabúnað sem styður gígabit. Notendur í Bolungarvík með 100 Mbps endabúnað geta jafnframt óskað eftir stækkun á sínu netsambandi og munum við þá heimsækja þá og skipta um endabúnað þeim að kostnaðarlausu.

Í framhaldinu verða notendur í öðrum þéttbýliskjörnum og dreifbýli umhverfis þá uppfærðir í gígabit og verður það tilkynnt sérstaklega.

Þeir sem ekki eru með tengingu á ljósleiðara Snerpu en geta nýtt sér hann geta jafnframt óskað eftir tengingu í maí og júní án inntaksgjalds. Til að óska eftir tengingu skal fylla út skráningarform hér.


Til baka