Hafðu samband: 520 4000 [email protected]
Snerpa Snerpa | 15. nóvember 2000

Vefsíur fyrir innhringinotendur

Snerpa býður nú, fyrst íslenskra netþjónustufyrirtækja, notendum sínum upp á valsíður. Á valsíðunum geta notendur notfært sér ýmsar sérþjónustur og fer þar fremst vefsía Snerpu, sk. INfilter en vefsían er þróuð af Snerpu og hefur verið í notkun hjá nokkrum aðilum, þar á meðal þeim grunnskólum sem tengjast Snerpu síðastliðið ár.

Valsíðurnar eru kærkomið verkfæri fyrir þá sem vilja hafa stjórn á hvernig netaðgangur þeirra er notaður og hversu mikið. Valsíðan Vefsía gefur þannig t.d. foreldrum möguleika á að hafa stjórn á því hvernig börn þeirra nota Netið.

Á valsíðunni Símnotkun er hægt að sjá á hvaða tímum er tengst inn á viðkomandi notandanafni og þannig áætla símkostnað vegna netnotkunar jafnóðum og hann verður til. Til þess að nota valsíðurnar þarf að skrá inn notandanafn og lykilorð og hægt er að hafa sérstakt lykilorð til að stilla vefsíuna. Þá mun Snerpa á næstu dögum einnig bjóða notendum sínum upp á fullkomið skráavistunarkerfi í vefumhverfi, sem nýta má til að skiptast á skrám sem eru of stórar til að senda í pósti o.s.frv.

Valsíður Snerpu eru án aukagjalds fyrir alla innhringinotendur Snerpu.


Til baka