Hafðu samband: 520 4000 [email protected]
Sturla Stígsson Sturla Stígsson | 24. júlí 2017

Tilraun til lykilorðaveiða

Á helginni fengu einhverjir tölvupóstnotendur Snerpu svokallaðan „phis­hing“-póst þar sem óheiðarlegir einstaklingar reyna að fá fólk til að fara inn á síður og slá inn lykilorð sín þar. Þessi tölvupóstur er ekki frá Snerpu kominn og mælumst við til að þeir sem fengu hann eyði honum úr pósthólfinu hjá sér.

Í flestum tilvikum var pósturinn eitthvað á þessa leið:

Kæri alla Snerpa.is / Forsíða vefpóstnotendur

Netfangið þitt hefur verið lokað fyrir tímabundið með kerfisbréfi Stjórnandi vegna einhvers óvenjulegra aðgerða í tölvupóstreikningnum þínum sem sumum Upplýsingar hafa ekki verið staðfestar, til að virkja reikninginn þinn smellt á Neðan tengilinn

Ýttu hér

Við mæl­um einnig með því að þeir viðtak­end­ur pósts­ins sem opnuðu slóðina skipti um lyk­il­orð og hafi sam­band við tölvuþjón­ustu sína.

Athugið að sýna varkárni og ekki fara inn á síður sem geyma mikilvæga aðganga nema fara beint á slóðir eins og paypal.com, netflix.com eða vefpóst. Hafið líka í huga að netfang sendanda og tenglar í pósti geta verið af öllum sortum og jafnvel þótt sendanda netfang virðist vera rétt að þá er hægt að falsa það líka.

 


Til baka