Hafðu samband: 520 4000 [email protected]
Snerpa Snerpa | 12. desember 2000

Stækkun til Suðureyrar

Víðnetssamband Snerpu til Suðureyrar var í dag stækkað í 512 kbps. Með þessu eykst flutningsgeta verulega og Snerpa getur nú boðið fastlínusambönd á Suðureyri með mun meiri flutningsgetu en hingað til. Sambandið sem fyrir var var einungis 64 kbps þannig að stækkunin er áttföld.Snerpa rekur einnig fastlínutengingar til Súðavíkur og Bolungarvíkur. Á döfinni er að stækka meira á næstunni enda fjölgar fasttengdum viðskiptavinum stöðugt þar sem notkun á Netinu færist í vöxt meðal fyrirtækja og stofnana og jafnframt er sífellt að verða ódýrara að koma sér upp fastlínusambandi. Snerpa gerði verulegar breytingar á fastlínugjaldskrá sinni um síðustu mánaðamót í tilefni stækkunar sambands til Reykjavíkur og bjóðast bæði núverandi og nýjum viðskiptavinum með fastar tengingar nú mjög góð kjör á samböndum. Hægt er að fá nánari upplýsingar og/eða tilboð með því að hafa samband við snerpu.


Til baka