Hafðu samband: 520 4000 [email protected]
Snerpa Snerpa | 6. janúar 2001

Sjónvarpsútsending

Í dag var í fyrsta skipti send út frá Snerpu beint lýsing á körfuboltaleik KFÍ og Hamars. Sendingin fór fram á Skjávarpsrásinni eins og leikurinn gegn Keflavík um daginn. Nú var hinsvegar komið upp myndveri og þeir Hrafn og Gaui hjá KFÍ sáu um að lýsa leiknum jafnóðum og hann var sýndur af bandi. Jafnframt komu þeir félagar í mynd inn á milli í leikhléum og ræddu gang leiksins.Eins og hjá öllum alvöru sjónvarpsstöðvum byrjaði útsendingin á smábrasi með hljóðútsendingu en hljóðstyrkurinn í þeim félögum var fulllágur fyrstu mínúturnar. Þetta tókst þó að lagfæra og fyrir utan að einhverjar mínútur hafi vantað í upptökuna á fyrri hálfleik þá tókst svo vel til að ákveðið var að hafa sama hátt á áfram og verður næsta útsending eftir viku.


Til baka