Hafðu samband: 520 4000 [email protected]
Snerpa Snerpa | 13. janúar 2001

ISDN-bilun .. aftur

Enn og aftur kemur upp bilun hjá Landssímanum sem lýsir sér þannig að ef notendur reyna að tengjast á 2X ISDN sambandi, þá gengur sambandið ekki upp. Þ.e. notendur eru auðkenndir og sambandið virðist koma eðlilega upp en síðan gerist ekki neitt.Við höfum haft samband við LÍ út af þessu og svarið núna er ,, það er ekkert hægt að gera á þessum tíma sólarhrings.. hringdu seinna..!" - Við erum í nokkuð erfiðri stöðu þar sem notendur sem eiga í vandræðum geta ekki einu sinni séð þessa tilkynningu fyrr en vandamálið er komið í lag aftur. Þessvegna viljum við benda notendum sem tengjast á tvöföldu ISDN á að ef upp koma skyndilegar bilanir að prófa fyrst að tengjast á einföldu sambandi (það þarf yfirleitt að endurræsa fyrst) og ef það gengur þá að skammast í Landssímanum... Síminn þar (bilanir) er 800-7005 Við getum s.s. ekkert gert í þessu annað en að vona að starfsmenn ISDN-deildar hjá LÍ fái hiksta.


Til baka