Hafðu samband: 520 4000 [email protected]
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 28. júní 2017

Fyrsti ljósleiðaranotandi sumarsins tengdur í Holtahverfi

Harpa Guðmundsdóttir tekur við ljósbeini frá Snerpu
Harpa Guðmundsdóttir tekur við ljósbeini frá Snerpu

Nú eru ljósleiðaraframkvæmdir sumarsins komnar vel af stað í Holtahverfi og er nú þegar búið að tengja fyrstu notendur í Kjarrholti og Lyngholti. Á meðfylgjandi mynd má sjá Hörpu Guðmundsdóttur taka við endabúnaði úr hendi Jakobs Einars Úlfarssonar þjónustustjóra Snerpu en hús hennar í Kjarrholti 2 er 300. staðurinn sem á kost á ljósleiðaratengingu Snerpu. Viðtökur hafa almennt verið umfram öllum vonum og mjög margir hafa flutt sig yfir á ljósleiðarann um leið og þess var kostur.

Haldið verður áfram að bjóða íbúum í Holtahverfinu tengingar eftir því sem þær verða tiltækar en vegna mikillar eftirspurnar er framkvæmdum forgangsraðað eftir áhuga í hverri götu fyrir sig. Búið er að setja á áætlun yfir 200 eignir til viðbótar en ljóst er að ekki nema hluti þess næst á þessu ári. Reiknað er með að taka næst fyrir eignir við Urðarvegsbrekku og hluta Seljalandsvegar auk þess sem eitthvað verður tengt í viðbót í miðbænum.

Tilkynning verður borin í hús í þeim götum í Holtahverfinu sem eru næstar (Fagraholt, Brautarholt, Árholt og Móholt) og býðst notendum sem panta þar 30% afsláttur af stofngjaldi og innanhússlögnum nýti þeir sér tilboð um tengingu strax. Við bendum öðrum á að tala við nágrannana eða halda fund í húsfélaginu um að fá ljósleiðaratengingu, og með því að standa saman í pöntunum koma menn sér framar í framkvæmdaröðina. Húsfélögum býðst að fá heildartilboð í lagningu ljósleiðara í fjölbýlishús og um að gera að notfæra sér þann möguleika.

Nánri upplýsingar um ljósleiðara Snerpu má nálgast á https://www.snerpa.is/ljosleidari/

 


Til baka