Hafðu samband: 520 4000 [email protected]
Snerpa Snerpa | 4. janúar 2001

Ekki lokað á Vestmark

Notendur hjá Snerpu hafa undanfarið ekki getað skoðað vefi sem hýstir eru hjá Vestmarki. Þar sem misvísandi sögur hafa komist á kreik um að notendur Snerpu séu vísvitandi hindraðir í að skoða þessa vefi vill Snerpa taka fram að um engar slíkar hindranir er að ræða af hálfu Snerpu.Ástæðan fyrir þessu sambandsleysi mun vera sú að Vestmark er nú að setja upp samtengingu í gegn um Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði við net Snerpu frá kerfisleigu Vestmarks sem hýsir hugbúnað fyrir Ísafjarðarbæ, en Ísafjarðarbær kaupir netþjónustu af Snerpu. Vegna vinnu við þessa samtengingu kom upp sú staða fyrir jól að netbúnaður hjá Vestmarki vísaði allri umferð frá proxyþjóni Snerpu ranga leið. Við létum vita af þessu um leið og það kom upp en erfiðlega hefur gengið hjá Vestmarki að leiðrétta hina röngu uppsetningu. Hinsvegar geta notendur hjá Vestmarki skoðað vefi hjá Snerpu sem endranær. Póstsamskipti eru einnig í lagi.


Til baka