Hafðu samband: 520 4000 [email protected]
Snerpa Snerpa | 2. desember 2000

2X ISDN truflanir

Notendur Snerpu sem nota eða geta notað tvöfalt ISDN samband hafa átt í erfiðleikum sl. tvo daga við að tengjast. Lengi vel héldum við að þetta tengdist bilun sem kom upp í auðkenningarþjóni Snerpu en eftir að málið hafði verið kannað rækilega kom í ljós að bilunin er hjá Landssímanum.Landssíminn uppfærði hugbúnað í símstöðinni á Ísafirði nú fyrir helgina og eftir það hafa notendur sem hafa upphringitengingar sínar stilltar á tvöfalt ISDN átt í vandræðum við að tengjast og eru þessi vandræði yfirleitt tímabundin, þ.e. stundum er hægt að tengjast en stundum ekki. Virðast þessar bilanir standa yfir í einhverjar 5-10 mínútur í einu sem jafnlöngum hléum á milli. Landssíminn er að vinna að því að greina bilunina en hún nær yfir bæði Vestfirði og Vesturland. Notendur ættu að geta tengst eðlilega með því að taka af "Multilink" stillingar í upphringitengingum.


Til baka