Fjórða árið í röð hefur Snerpa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki og er eitt 18 fyrirtækja á Vestfjörðum sem stóðust ströng skilyrði Creditinfo til ná þessum áfanga.
Ár hvert vinnur Creditinfo ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og eru meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.
Til að teljast til Framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði um stöðugan rekstur þrjú ár aftur í tímann.
Fyrirtæki telst Framúrskarandi fyrirtæki 2024 ef það uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
- Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
- Ársreikningi skal skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag. Tekið verður tillit til allra opinberra framlenginga RSK á skilafresti
- Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
- Rekstrartekjur að lágmarki 60 milljónir króna reikningsárið 2023, 55 milljónir króna reikningsárið 2022 og 50 milljónir króna reikningsárið 2021
- Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 2 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
- Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
- Rekstrarhagnaður (EBIT) > 0 reikningsárin 2021-2023
- Jákvæð ársniðurstaða reikningsárin 2021-2023
- Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% reikningsárin 2021-2023
- Eignir að minnsta kosti 120 milljónir króna reikningsárið 2023, 110 milljónir króna reikningsárið 2022 og 100 milljónir króna reikningsárið 2021
Snerpa er afar stolt af þessum árangri og skiptir sterk liðsheild starfsmanna og traustir viðskiptavinir þar lykilhlutverki.