Fréttir

Grætur húsið þitt?

Hér er stórgóð grein um hús sem gráta - á köldum vetrardögum:

 

https://kjarninn.is/skodun/2018-02-17-graetur-husid-thitt/?fbclid=IwAR1wdVsCCjCWHcIzfA7Eu_caghr1-M2-Hx_ZAbAbxpVcgunUvVPcvyaO7H8

 

Segir meðal annars orðrétt:

 

"Eft­ir­far­andi atriði ætti meðal ann­ars að hafa í huga:

- Loft­raki inni hjá okkur hækkar við eft­ir­far­andi

- Þvotta, þurrkun á þvotti, bað­ferð­ir, mat­ar­gerð og inni­veru fólks

- Loft­raka­mælir ætti að vera til á hverju heim­ili

- Fást m.a. í bygg­ing­ar­vöru­verls­unum eða net­versl­unum

- Til þess að læra hvaða hegðun eykur loft­raka og hvenær er þörf á að bregð­ast við.

- Loft­raki ætti að vera undir 40% og jafn­vel 30% þegar er kalt/vet­urna hærri á sumrin

- Háð húsa­gerð og aðstæð­um, móða á glugga eða spegli er þó við­vörun

- Loft­skipti þurfa að vera reglu­leg

- Þum­al­putta­regla er að skipta um loft amk tvisvar á dag, úti­loft inn fyrir inni­loft

- Við það að opna glugga verða ekki endi­lega loft­skipti, þarf að gusta í gegn

- Útsog í íbúðum þarf að hafa loft­flæði inn á móti til að mynda ekki und­ir­þrýst­ing

- Und­ir­þrýst­ingur getur aukið leka t.d. inn með gluggum

- Und­ir­þrýst­ingur getur togað loft frá þak­rými eða innan úr veggjum og skert loft­gæði.

- Þegar opnað er upp í vind­inn er und­ir­þrýst­ingur tak­mark­að­ur, öfugt ef opnað er hlé­meg­in.

- Í svefn­her­bergjum ætti að vera rifa á rúðu yfir nótt­ina

- Bætir einnig svefn og loft­gæði

- Gard­ínur ættu ekki að vera þétt við rúður eða loka alveg loft­flæði við rúður

- Hús­gögn, rúm­gaflar og annað ættu ekki að liggja þétt að útvegg 

- Ryk­söfnun við rúður eða í hornum getur aukið líkur á að örverur nái að vaxa upp við raka

- Umfram raka ætti ávallt að þurrka upp

- Við rúður á morgn­anna eða ann­ars stað­ar."

 

Höfundur er Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir

Fyrsta frostið - dögg á rúðum

Nú þegar farið er að kólna hafa flestir opnanlegu fögin meira lokuð hjá sér en áður, en passa verður að gott loftstreymi sé um rúðurnar annars dagga þær/kemur dögg - sem aftur heldur raka að gluggakörmunum og vatn getur komist að viðnum ef málning er farin að springa, viðurinn getur svo fúnað. Passa að láta gardínur eða púða ekki loka gluggum bæði vegna vatnsmyndunar og hita. Sólbekkir og botnlistar glugga fara oft illa þegar dögg myndast og geta verið kjörinn staður fyrir myglusvepp. (mynd af neti)

Lásadeildin flytur í Kópavog

1 af 2

Lásadeild Neyðarþjónustunnar er flutt í Kópavoginn á Skemmuveg 4, blá gata - fyrir neðan BYKO svo nú verður stutt að skreppa yfir til þeirra í hádegismat. Hér til hliðar eru myndir af staðsetningunni, verið velkomin.

Skipt um stóra rúðu

Glerskipti í Kringlunni
Glerskipti í Kringlunni

Gaman þegar vel tekst til með glerskipti - hér í morgun var glerjuð stór 320 kg rúða í Kringlunni og margir sem koma að til að allt spili saman.  

Harðviðarhurð fær nýtt líf

Harðviðarhur inni-hlið
Harðviðarhur inni-hlið
1 af 5

Skemmtilegustu verkin eru oft þegar hægt er að gefa eldri hlutum áframhaldandi líf eins og raunin er með þessa fínu harðviðarhurð. Hér til hliðar má sjá myndir af ferlinu - vantar bara lokamynd hún kemur síðar.


Einnig má sjá harðviðarglugga frá sama stað en þeir voru því miður of illa farnir til að bjarga en verða smíðaðir nýir.

 

Gott viðhald getur skipt sköpum en það er gaman að sjá þegar fólk kaupir fasteign og tekur hana alveg í gegn eftir vanrækt viðhald fyrri eiganda.