Fréttir

Fyrsta frostið - dögg á rúðum

Nú þegar farið er að kólna hafa flestir opnanlegu fögin meira lokuð hjá sér en áður, en passa verður að gott loftstreymi sé um rúðurnar annars dagga þær/kemur dögg - sem aftur heldur raka að gluggakörmunum og vatn getur komist að viðnum ef málning er farin að springa, viðurinn getur svo fúnað. Passa að láta gardínur eða púða ekki loka gluggum bæði vegna vatnsmyndunar og hita. Sólbekkir og botnlistar glugga fara oft illa þegar dögg myndast og geta verið kjörinn staður fyrir myglusvepp. (mynd af neti)

Lásadeildin flytur í Kópavog

1 af 2

Lásadeild Neyðarþjónustunnar er flutt í Kópavoginn á Skemmuveg 4, blá gata - fyrir neðan BYKO svo nú verður stutt að skreppa yfir til þeirra í hádegismat. Hér til hliðar eru myndir af staðsetningunni, verið velkomin.

Skipt um stóra rúðu

Glerskipti í Kringlunni
Glerskipti í Kringlunni

Gaman þegar vel tekst til með glerskipti - hér í morgun var glerjuð stór 320 kg rúða í Kringlunni og margir sem koma að til að allt spili saman.  

Harðviðarhurð fær nýtt líf

Harðviðarhur inni-hlið
Harðviðarhur inni-hlið
1 af 5

Skemmtilegustu verkin eru oft þegar hægt er að gefa eldri hlutum áframhaldandi líf eins og raunin er með þessa fínu harðviðarhurð. Hér til hliðar má sjá myndir af ferlinu - vantar bara lokamynd hún kemur síðar.


Einnig má sjá harðviðarglugga frá sama stað en þeir voru því miður of illa farnir til að bjarga en verða smíðaðir nýir.

 

Gott viðhald getur skipt sköpum en það er gaman að sjá þegar fólk kaupir fasteign og tekur hana alveg í gegn eftir vanrækt viðhald fyrri eiganda.

 

Snjóþungur vetur

1 af 3

Veðrið getur verið einstaklega fallegt þótt snjóþungt sé. Þessar myndir voru teknar upp á Kjalarnesi fyrir helgi við glerísetningu þar. Bíll Neyðarþjónustunnar tekur sig vel út í snjónum þó við segjum sjálf frá.