Rof á samböndum í Hnífsdal og Bolungarvík
Rétt fyrir kl 11 kom upp rof á samböndum í Hnífsdal og Bolungarvík.
Uppfært kl 11:07: Staðfest er að ljósleiðari á Eyrarhlíð, þar sem mikið hefur verið um aurskriður síðasta sólahringinn, er farinn í sundur en Snerpa leigir samband í gegnum hann. Enn er unnið að greiningu á nákvæmri staðsetningu.
Uppfært kl 11:45: Búið er að staðsetja slitið nákvæmlega og er vinna við viðgerð þegar hafin. Ekki er hægt að gefa tímasetningu á hvenær henni lýkur sökum erfiðra aðstæðna á svæðinu.
Uppfært kl 12:00: Ásamt viðgerð er einnig unnið að því að koma upp varasambandi eftir öðrum leiðum.
Uppfært kl 12:53: Búið er að koma á bráðabirgðasambandi í gegnum aðra strengi á meðan viðgerð stendur yfir og eru flest almenn sambönd komin aftur á.
Uppfært kl 14:55: Bráðabirgðaviðgerð á streng er lokið og öll sambönd komin upp.