Viðgerðir eftir innbrot

Tjónaviðgerðir

Neyðarþjónustan sér um tjónaviðgerðir eftir innbrot, hvort sem um er að ræða brotna rúðu eða skemmda hurð og glugga. Neyðarviðgerð er í boði allan sólarhringinn, en hægt er að óska eftir þjónustunni í síma: 897-5500.

 

Góð aðstaða er á verkstæði okkar í Kópavoginum til hvers konar viðgerða, en það er oft bæði skemmtilegra og hagkvæmara að lagfæra eitthvað sem fyrir var í stað þess að kaupa nýtt. Sérstaklega ef um að ræða eldri hús þar sem hreinlega ekki passar að setja álhurð í stað tréhurðar, svo dæmi sé tekið.

 

Þegar gluggar eru spenntir upp þarf yfirleitt að skipta um gluggakrækjur og stormjárn. En ef það sér á glugganum sjálfum er hann tekinn á verkstæðið og lagfærður.

Þegar hurðir eru annað hvort spenntar upp eða fjúka upp í óveðri skemmast þær gjarnan, sem og læsingarbúnaður og skrár.

Sama ferli á sér stað og ef gluggi er spenntur upp: farið er með hurðina á verkstæði og hún lagfærð. Í sumum tilfellum er þó hægt að gera við hurð á staðnum. Síðan skiptir Neyðarþjónustan um allan læsingarbúnað, sílindra og hurðapumpu, sé þess óskað.

 

Hér á síðunni má sjá nokkrar myndir af mismunandi tjóni og viðgerðavinnu. Ekki hika við að hringja ef aðstoð vantar, hvort sem um er að ræða almenna fyrirspurn eða neyðaraðstoð. Hér má smella til að óska eftir tilboði eða senda fyrirspurn um glerskipti eða viðgerð.