Glerskipti

Glerskipti fyrir öll mannvirki

Neyðarþjónustan býður upp á alhliða þjónustu í glerviðgerðum og glerskiptum fyrir öll mannvirki. Við sjáum um öll skipti á gleri, setjum gler í glugga, hvort sem um er að ræða móða á milli glerja eða gler er brotið. Við komum á staðinn og tökum mál af rúðu eða glugga og pöntum nýtt gler. Nýjar rúður eru settar í og gömlu gleri komið til urðunar. Glertegundir eru fjölbreyttar og litbrigði mörg svo ekki hika við að fá aðstoð við val á glertegund og pöntun.

Algengasta tvöfalda glerið sem notað er við glerjun er glært flotgler með K-gleri (hitaeinangrandi) í innri skífu, en rétt val á gleri skiptir höfuðmáli, bæði með tilliti til einangrunar og hljóðvistunar.

 

Stundum þarf að laga sjálft falsið í glugganum eða lagfæra/skipta um glerlista ef timbrið er orðið fúið. Gott er að gera það um leið og skipt er um gler. 

Þá getur einnig þurft að skipta um sjálfan gluggan eða opnanlegt fag ef timbrið er fúið eða gera við hluta hans. Neyðarþjónustan getur tekið að sér slík sérverkefni sé ekki um mikla múrvinnu að ræða samhliða og er með góða aðstöðu á verkstæði til viðgerða.

 

Við hjá glerdeild Neyðarþjónustunnar erum líka sérfræðingar í öllu tengdu álhurðum og álgluggum, með yfir 30 ára reynslu á sviðinu. Ekki hika við að hafa samband í síma 510-8888 (ýta á 4) vanti þig ráðgjöf eða tilboð í verð á gleri hér á síðunni.