Ferli tjóna

Ferli tjóna

 

Neyðarþjónustan aðstoðar við fasteignatjón allan sólarhringinn (brotin rúða, skemmdur gluggi/hurð, glertjón, innbrot eða annað tjón). Símanúmer: 897-5500.

 

Ferlið er yfirleitt svona:

Eiganda eða umráðamanni húss eða íbúðar, sem lendir í tjóni er velkomið að leita strax til Neyðarþjónustunnar eftir aðstoð, Neyðarþjónustan aðstoðar einnig fyrirtæki og rekstraraðila.

Ef um leiguhúsnæði er að ræða, þarf að upplýsa eigenda strax um atvik.

 

Falli tjónið undir ábyrgð tryggingafélags þarf að tilkynna það til viðkomandi félags  (sjá hér að neðan úr lögum um vátryggingarsamninga nr. 30/2004).

 

  1. gr. Frestur til að tilkynna um vátryggingaratburð og til lögfræðilegra aðgerða.
    Vátryggður glatar rétti til bóta ef hann tilkynnir félaginu ekki um kröfu sína innan árs frá því að hann vissi um atvik sem hún er reist á.

 

Innbrot, þjófnað og rán skal jafnframt tilkynna til lögreglu þegar í stað, með ósk um rannsókn.

 

Venjan er sú að  Neyðarþjónustan sér um glerskipti á þeim rúðum, sem fyrirtækið  kemur að, nema sérstaklega sé óskað eftir öðru - sama á við um viðgerðir á hurðum og gluggum. Gott er að taka fram í tjónstilkynningu til tryggingafélags að Neyðarþjónustan hafi aðstoðað við neyðarlokun/neyðarviðgerð og muni sjá um að klára málið.

 

Sé skaðinn skeður, td. innbrot eða óveður, er nauðsynlegt að loka  gluggum/hurðum með bráðaviðgerð, til að takmarka frekara tjón (skv. lögum um vátr. samninga). Áframhaldandi viðgerðir fara alla jafna fram, eftir að skoðunum og rannsóknum líkur.

 

Síminn er 897-5500 allan sólarhringinn. Hér má smella til að óska eftir tilboði eða senda fyrirspurn. Einnig hægt að senda fyrirspurn um glerskipti á tölvupósti gler(hja)neyd.is.