Bráðalokanir

Bráðalokanir - neyðarlokanir

Glerjun og glerviðgerðir, hvort sem um er að ræða brotna rúðu, brotið gler, innbrotstjón eða neyðarviðgerð. Við lokum glugganum eða hurðinni, fjarlægjum glerbrot og þrífum vettvang. Sé þess óskað tökum við mál og pöntum gler. Höfum verið í samstarfi við tryggingafélög hér á landi í 30 ár varðandi hvers konar glerviðgerðir, hurðaviðgerðir og tryggingatjón á fasteignum.

 

Bráðalokun eða neyðarlokun snýst um að byrgja brotnar rúður í húsnæði fyrirtækja og einstaklinga. Þegar um fyrirtæki er að ræða er fæst aðgerðin yfirleitt greidd úr tryggingu rekstraraðila. Þá snýst aðgerðin fyrst og fremst um vernda reksturinn með því að koma í veg fyrir að atvinnuhúsnæði standi opið. Þá er einnig nauðsynlegt að byrgja brotnar rúður vegna slysahættu. Í íbúðarhúsnæði er reglan yfirleitt sú að bráðalokun vegna glertjóns er greidd út úr fasteignatryggingu viðkomandi húsnæðis.

Við komum á staðinn eins fljótt og auðið er, á sérútbúnum bíl, með allt sem til þarf, í langflestum tilfellum. Oft þarf að bráðaloka hjá fólki eftir óveður.

 

Það sem fólk getur gert til að minnka líkur á tjóni í miklu óveðri er að:

 

  • Fjarlægja eða festa trampolín, garðhúsgögn og aðra lausamuni

 

  • Festa lausa byggingarhluta

 

  • Hafa hurðir og glugga lokaða

 

Símanúmer allan sólarhringinn: 897-5500. Smelltu hér til að óska eftir tilboði eða senda fyrirspurn