Um fyrirtækið

Um fyrirtækið

Verkefni Neyðarþjónustunnar eru af ýmsum toga. Allt frá rúðuskiptum í litlum kjallaragluggum, skiptum á gluggakrækjum og stormjárnum, upp í skipti á þakrúðum og rúðum í stórum verslunargluggum. Neyðarþjónustan framkvæmir öll glerskipti, hvort sem um er að ræða brotna rúðu, móðu á milli glerja eða nýglerjun. Við gerum einnig við föls og opnanleg fög, lagfærum hurðir og stillum, og erum einnig með góða aðstöðu til hurðaviðgerða á verkstæði okkar í Kópavogi.

Þá er neyðarvakt vegna rúðubrota og innbrota/tjóna allan sólarhringinn í síma 897-5500.

 

Fyrirtækið hefur verið starfandi í yfir 30 ár og hefur sérhæft sig í tryggingatjónum fasteigna, aðallega glerísetningum.

 

Sérstaða fyrirtækisins er eflaust útkallsþjónusta allan sólarhringinn sem fyrirtækið hóf að veita 1995. Við komum á staðinn eins fljótt og auðið er, á sérútbúnum bíl, með allt sem til þarf í langflestum tilfellum. Þá er tjónavettvangi bráðalokað, svokölluð neyðarlokun framkvæmd og ef til vill neyðarviðgerð á glugga eða hurð. Glerbrot eru fjarlægð og vettvangur þrifinn. Sé þess óskað tökum við mál og pöntum gler. Félagið sinnir einnig almennum glerísetningum og veitir tilboð til einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja.

 

Vel er haldið utan um öll gögn og mikið lagt upp úr rekjanleika þeirra. Félagið hefur hlotið gæðavottun D frá Samtökum iðnaðarins og er aðili að Samtökum Atvinnulífsins. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu eigenda frá upphafi.

Hafðu endilega samband í síma: 510-8888, 897-5500 eða á gler@neyd.is.