Tilboðsvinna

Sumarið er oft tíminn þar sem mikið af tilboðsvinnu fer fram samt er hægt að óska eftir tilboði í glerskipti allt árið. Þakrúður og sólskála er þó oft þægilegra að glerja þegar snjórinn liggur ekki á þeim. Mikið er um rúðuskipti í heilum einbýlishúsum eða hæðum og mikið um ánægða viðskiptavini sem loksins sjá út um gluggana sína. Gott er að hafa í huga að gler endist yfirleitt bara í rúmlega 20 ár. Vegna langvarandi vatnsmyndunar (daggar) og raka geta límingar milli glerja skemmst, en það getur orðið til þess að móða myndast á milli glerja. Þetta vandamál er þekkt og ár hvert skiptir Neyðarþjónustan um margar rúður vegna móðumyndunar. Hægt er að senda tilboð hér á síðunni, á töluvupóst gler(hja)neyd.is eða í síma 510-6666, hlökkum til að heyra frá ykkur.