Sporöskjulaga glerfalslisti

Verkefnin geta verið af mörgu og misjöfnu tagi hjá Gleri og Lásum og Neyðarþjónustunni. Við hjá Gleri og Lásum lentum í því að þurfa að skipta um sporöskjulaga rúðu í einu af gömlu húsunum vestur í bæ, þar var glerfallslisti sem var að sjálfsögðu einnig sporöskjulaga og hann urðum við að sérsmíða og hér sjáið þið árangurinn, bara tær snild yfirfelldur tekklisti.