Spjót, skæri, kranar og svo venjuleg pallaleikfimi

Undanfarið höfum við reynt að taka verkefni sem krefjast spjóta, skæralyftu og annarra tækja - ekki er ráð nema í tíma sé tekið - enda haustlægðirnar fram undan. Þessi samhæfing tækja og íbúa er oft á tíðum mjög skemmtileg og gaman þegar allt gengur upp.

 

Við vinnum líka með mjög hæfum kranamönnum sem eru liprir og veita góða þjónustu. Erum mjög þakklát fyrir verkefnin okkar og hvert og eitt er einstakt. En eftir tæp 30 ár í greininni eru verkin orðin æði mörg.