fimmtudagurinn 25. júlí 2013
Smartnet opnar í Hnífsdal
Í dag var lokið við uppsetningu á búnaði í símstöðinni í Hnífsdal og er því nú hægt að tengjast við Smartnet í Hnífsdal. Tekið er við pöntunum á netfangið [email protected] - Við munum kynna þetta nánar fyrir Hnífsdælingum á næstu dögum og einnig er hægt að afla sér upplýsinga á smartnet.is - Á næstunni opnar Smartnet síðan á Flateyri og Suðureyri.
Björn Davíðsson