Rúðubrot hert gler

Eins og ruv.is greindi frá í morgun þá eru ófáar rúður sem hafa verið brotnar í strætóskýlum sl. 19 ár:

http://www.ruv.is/frett/rudubrot-i-straetoskylum-fyrir-109-milljonir

en í þeim er s.k. hert gler sem veldur því að glerið brotnar í þúsund mola og minni hætta á stórum glerbrotum sem fólk getur skorið sig á. Hert gler er hitameðhöndlað sérstaklega í framleiðslu sem gerir það að verkum að það verður sterkar en venjulegt gler og þolir þ.a.l. þyngri högg. Framleiðslutími á hertu gleri getur verið allt að 6 vikur. Hert gler er notað í sturtuklefum, svalahandriðum ofl. stöðum þar sem fólk ferðast.