Nýr starfsmaður

Sigurður Theodór Guðmundsson hefur hafið störf hjá Gleri og Lásum ehf. Sigurður er húsasmíðameistari að mennt, hokinn af reynslu af alhliða smíðavinnu og verkstjórn. Við erum afskaplega glöð að fá hann í lið með okkur. Um leið viljum við þakka Halli Árnasyni húsasmíðameistara kærlega fyrir hans samfylgd á liðnum árum, þar er góður maður á ferð.