Nýjar merkingar og nýr bíll

1 af 3

Í tengslum við að félagið fékk nýtt útlit á árinu vinnum við að því að endurmerkja bílaflotann og húsnæðið. Hér er sá fyrsti tilbúinn - hlökkum til að sýna ykkur hina. Höfum tekið í notkun nýjan Benz Sprinter fjórhjóladrifinn sem nú verður aðalbíll glerdeildar Neyðarþjónustunnar til að takast á við hinar erfiðustu aðstæður sem geta komið upp í starfi okkar sérstaklega um veturna og til að geta þjónustað viðskiptavini okkar á besta hátt.