
þriðjudagurinn 29. apríl 2025
Ísafjarðarbær endurnýjar netsambönd
Snerpa og Ísafjarðarbær skrifuðu í vikunni undir nýjan þriggja ára samning um netrekstur fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar en möguleiki er á tveggja ára framlengingu að þremur árum loknum.
Snerpa hefur séð um netrekstur Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og átti lægsta tilboðið í útboði bæjarins nú fyrir stuttu.
