Glugginn grætur - móða að innanverðu

Nú þegar mikill hitamunur er úti og inni er algengara að sjá gluggann gráta, þ.e. það þéttist raki á glugganum/móða myndast að innanverðu (sjá mynd) vegna hitaunar inni og úti.

 

Þetta er mjög algengt og mikilvægt að þurrka bleytuna strax. Þetta ástand gefur vísbendingu um að of mikill loftraki sé í íbúðinni og þá þarf að bæta loftskiptin, t.d. með viftu eða opnum gluggum - rakinn þarf að komast út. 

Hér má finna svar Vísindavefs um móðu á gluggum og af hverju hún myndast: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2375

 

Oft er baðherbergi ódýrasta rýmið í íbúð, án glugga og jafnvel án loftræstingar. Nútímafjölskylda fer oft öll í bað/sturtu á sama degi og þurrkar jafnvel þvott á snúrum innandyra líka. Þetta skilur eftir mikinn raka í íbúðinni sem nauðsynlegt er að lofta út (gegnumtrekkur) og talað er um að minnsta kosti þrisvar á dag í 5-10 mín. Einnig þarf að passa að innihitastigið sé um 20-22°C. Einnig þarf að passa að lofti vel um rúðurnar og vera t.d. ekki með gardínur alveg upp að rúðum eða púða eða aðra hluti þétt upp að. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur sem mikið hefur rannsakað myglu bendir einnig á að "Þegar myglugró er á svæði þar sem safnast raki og lífrænt æti er til staðar, þá myndast kjöraðstæður til að vaxa upp í myglu. Þau lífrænu efni sem eru í rykinu hjá okkur, nýtast sem æti. Þannig til dæmis, nær myglan svo að vaxa upp inni í húsunum okkar á ólífrænum efnum, með því að nýta sér rykið á þeim eins og við rúður." ,

 

Ekki hika við að hafa samband við glerdeild Neyðarþjónustunnar í síma 510-6666 ef spurningnar vakna í þessu samhengi.